STEFNA YAY UM NOTKUN Á VAFRAKÖKUM

1. Hvað eru vafrakökur?

Vafrakökur eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvum eða snjalltækjum þegar vefsíða er heimsótt. Textaskrár eru geymdar á vefvafra notanda og vefurinn þekkir skrárnar. Vafrakökurnar er hægt að nýta í mismunandi tilgangi, t.d. til þess að tryggja eðlilega virkni vefsíðu, muna stillingar notanda og birta vörur og þjónustu sem viðkomandi notandi er líklegur til að hafa áhuga á.

2. Notkun YAY á vafrakökum

Upplýsingar sem vafrakökur safna eru einungis notaðar í þeim tilgangi að bæta virkni vefsvæðis YAY með það að markmiði að bæta upplifun og þarfir notenda. Slíkt felur í sér vinnslu á tölfræði- og persónuupplýsingum um notandann og fer aldrei fram nema með fyrirframgefnu samþykki viðkomandi.

Vefur YAY notast við mismunandi vafrakökur með ólíka virkni og má flokka þær með eftirfarandi hætti:

Nauðsynlegar kökur (e. necessary cookies)

Nauðsynlegar kökur eru notaðar til þess að vefsíðan hafi eðlilega virkni. Slíkar vafrakökur eru ekki notaðar til að skrá niður persónuupplýsingar eða aðgerðir notenda á öðrum vefsíðum. Vefsíða YAY mun ekki virka rétt án þeirra og því er ekki hægt að hafna þeim nema með því að hætta að nota vefsíðuna.

Stillingarkökur (e. preference cookies)

Stillingarkökur eru notaðar til að muna upplýsingar svo hægt sé að stjórna því hvernig vefsíða lítur út eða hegðar sér fyrir hvern notanda. Slíkar vafrakökur skrá t.d. niður tungumál, landsvæði, gjaldmiðil eða litaþema sem notandi velur. Notkun þeirra er háð samþykki notanda.

Tölfræðikökur (e. analytical cookies)

Tölfræðikökur eru ekki nauðsynlegar en eru notaðar til að safna tölfræðiupplýsingum um hvernig vefsíðan er notuð, greina vandamál sem kunna að koma upp og safna upplýsingum um hvernig hægt er að þróa vefsíðuna í samræmi við virkni notanda. Í lang flestum tilvikum eru slíkar vafrakökur órekjanlegar en kunna þó að vera rekjanlegar til einstaklinga. Notkun þeirra er háð samþykki notanda.

Markaðskökur (e. marketing cookies)

Markaðskökur eru notaðar til þess að skrá niður aðgerðir notanda á mismunandi vefsíðum þriðju aðila sem notendur okkar heimsækja og gera okkur kleift að birta einstaklingum sérsniðnar auglýsingar. Notkun þeirra er háð samþykki notanda.

3. Stillingar á vafrakökum

Notendur geta stýrt vafrakökunotkun á vefsíðunni með því að veita ekki samþykki fyrir notkun þeirra, með vafrakökustillingum á viðkomandi vefsíðu eða með vafrakökustillingum í þeim vafra sem notaður er til að heimsækja vefsíðuna. Hafi notandi samþykkt vafrakökur getur hann afturkallað samþykki sitt hvenær sem er. Það getur komið niður á virkni síðunnar ef slökkt er á vafrakökum og jafnvel gert það að verkum að notandi geti ekki heimsótt vissa hluta síðunnar.